COVID-19: Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá 10. desember til 12. janúar

Helstu breytingar er þessar:

Fjöldatakmörkun:
miðast áfram við 10 manns en með ákveðnum undantekningum
Börn:
Ákvæði um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímuskyldu taka ekki til barna sem fædd eru 2005 og síðar.
Verslanir:
Allar verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns.
Veitingastaðir:
Heimilt verður að taka við 15 viðskiptavinum í rými. Heimilt verður að hafa opið til kl. 22.00 en ekki má taka á móti nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.00.
Sund og baðstaðir:
Heimilt verður að hafa opið fyrir allt að 50% af hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.
Íþróttir ÍSÍ:
Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar.
Íþróttir almennings: Öllum er heimilt að stunda skipulagðar æfingar utandyra sem krefjast ekki snertingar.
Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir
verða heimilir með allt að 30 manns á sviði, þ.e. æfingar og sýningar. Heimilt verður að taka á móti allt að 50 sitjandi gestum og þeim skylt að nota grímu og allt að 100 börnum fæddum 2005 og síðar. Hvorki hlé né áfengissala heimil. Sæti skulu númeruð og skráð á nafn.
Jarðarfarir:
Hámarksfjöldi í jarðarförum verður 50 manns.
Gildistími:
Framantaldar breytingar gilda frá 10. desember næstkomandi til 12. janúar 2021.

DEILA