Vesturbyggð styður þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum

Kort af mögulegum þjóðgarði á sunnanverðum Vestfjörðum.

Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar áformum um stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum og þeim tækifærum sem það mun hafa í för með sér. þetta kemur fram ó bókun bæjarráðsins frá því í gær.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir formaður bæjarráðs segir í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að meirihlutinn í bæjarstjórn og bæjarstjórnin öll styðji áformin og fagnar þeim miklu tækifærum sem stofnun þjóðgarðsins mun hafa í för með sér.

Hún segir að ekki  liggi fyrir á þessum tímapunkti hvað ríkið muni leggja fram af fjármagni vegna þjóðgarðsins.

Daníel Jakonsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og oddviti meirihluta bæjarstjórnar segir að  ekki hafi verið tekin formleg afstaða til stofnunar þjóðgarðsins en segist halda að  almennt sjái fólk tækifæri í þessu.

Daníel er þó frekar jákvæður í garð málsins en ekki kom fram í svari hans hvað ríkið áformaði að leggja fram af fjármagni.

 

„Persónulega lít ég á þetta sem atvinnusköpun innan ferðaþjónustu og umhverfisverndar m.a. Við ætlum okkur ekki að nýta það svæði sem fer undir til annars en að sýna það og nýta það til útivistar. Við erum því ekki að fórna neinu.  Samhliða stofnun þjóðgarðs koma svo peningar inn á svæðið til að gera svæðið aðgengilegra og til að vernda það.

Með því að vanda til stofnunnar er einnig hægt að taka tillit til núverandi nýtingar s.s. rjúpnaveiða en gert er ráð fyrir að það verði leyfðar á svæðum sem nú er veitt á. Að lokum þarf að tryggja að vegagerð og önnur innviðauppbygging sé tryggð til framtíðar. Það er því mikill misskilningur eins og sumir halda fram að ekkert megi gera í Þjóðgarði, þvert á móti. Í Þjóðgarði felast tækifæri.“

 

 

DEILA