Ný bók: Krapaflóðin á Patreksfirði 1983

Laugardaginn 22. janúar 1983 féllu tvö krapaflóð á byggðina á Patreksfirði með skömmu millibili, með þeim afleiðingum að fjórir einstaklingar létust.

Nokkrum mínútum eftir að fyrra flóðið féll voru allir sem vettlingi gátu valdið komnir á flóðasvæðið þar sem mikil eyðilegging blasti við. Í fyrstu var óttast að nærri 30 manns væri saknað og stór hluti þeirra væru börn sem voru við leik í farvegi flóðsins skömmu áður en það féll.

Tæpum tveimur klukkustundum síðar féll annað flóð, sem einnig olli miklu tjóni. Í kjölfarið óttuðust fjölmargir að fleiri flóð myndu falla með þeim afleiðingum að stór hluti bæjarins myndi lenda undir þeim.

Til að hafa vaðið fyrir neðan sig var nánast allur bærinn rýmdur og gistu í kringum 500 manns í tveimur fjöldahjálparstöðvum um nóttina og í heimahúsum sem talin voru standa á öruggum stað. Fjöldi mynda prýðir bókina.

Höfundur bókarinnar er Egill St. Fjeldsted sem er fæddur og uppalinn á Patreksfirði og bjó um tíma á Ísafirði og spilaði körfubolta með KKÍ.

Fróðlegt viðtal var við hann í gær í sjónvarpsþætti hjá Sigmari Guðmundssyni.

DEILA