Koltra á þingeyri rekur upplýsingaþjónustu næstu tvö árin

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt samstarfssamning við handverkshópinn Koltru á Þingeyri um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri árin 2020-2022.

Upplýsingamiðstöðin skal opin frá því að fyrsta skemmtiferðaskip kemur að bryggju í
Ísafjarðarbæ að vori þar til það síðasta fer að hausti, en þó að lágmarki frá 15. júní til 31. ágúst ár hvert. Að vori, fyrir tímabil lágmarksopnunartíma, er heimilt að hafa opið einstaka daga, í samræmi við skipakomur. Sambærileg heimild gildir að hausti, eftir að lágmarksopnunartíma lýkur.

Þeir þættir er falla meðal annars undir starfsemi upplýsingamiðstöðvarinnar eru:
 Upplýsingagjöf til ferðamanna er koma við í upplýsingamiðstöðinni.
 Upplýsingagjöf símleiðis.
 Upplýsingagjöf til fyrirtækja á svæðinu og utan þess.
 Aðstoð við móttöku blaðamanna sem koma til að skoða ferðaþjónustu í
sveitarfélaginu.
 Söfnun upplýsinga um ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
 Samantekt upplýsinga um atburði í Dýrafirði á leigutímanum og sending upplýsinga
til upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar.
 Handverkshópurinn Koltra sér um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar sem m.a. felur í
sér húsnæðiskostnað, launakostnað, kostað við samskiptatæki, og þrif á húsnæðinu.

Fyrir þjónustu Handverkshópsins greiðir Ísafjarðarbær kr. 750.000.- á hverju ári.

 

DEILA