Knattspyrna: Nacho Gil framlengir hjá Vestra

Spán­verj­inn Nacho Gil hef­ur gert nýj­an samn­ing við Vestra og mun leika áfram með liðinu í næ­stefstu deild Íslands­móts­ins í knatt­spyrnu.

Vestri grein­ir frá þessu á heimasíðu fé­lags­ins. Gil kom til Vestra frá Þór á Ak­ur­eyri í fyrra og gerði þá eins árs samn­ing.

Gil fann sig vel í liði Vestra og skoraði til að mynda þrennu gegn ÍBV.
Bjugg­ust því ein­hverj­ir við því að lið í efstu deild myndu sýna Gil áhuga og eru Vest­f­irðing­ar greini­lega al­sæl­ir með að halda Spán­verj­an­um.

„Nacho, sem var einn af okk­ar bestu leik­mönn­um á síðasta tíma­bili og í liði árs­ins 2020, verður gríðarlega mik­il­væg­ur hlekk­ur í þeirri upp­bygg­ingu sem á sér stað hjá okk­ur,“ seg­ir meðal ann­ars i til­kynn­ing­unni.

DEILA