Jöfnunarsjóður eykur framlög til Vestfjarða um 200 m.kr.

Ísafjörður. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Ákveðið var fyrir helgina að úthluta um 1,8 milljarði króna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári til viðbótar því sem áður hafi verið ákveðið. Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélaga á landsbyggðinni eru þeim mikilvægt til þess að mæta mismundandi áðstæðum þeirra  bæði varðandi tekjur og útgjöld.

Úthlutað var 1.550 milljónum króna til þess að jafna útgjaldaþörf svetarfélaganna og 275 milljónir króna til þess að bæta þeim upp minni tekjur af fasteignaskatti er áður var áætlað.

Til vestfirsku sveitarfélaganna renna 32 milljónir króna til að bæta upp lægri tekjur af fasteignaskattinum og 164 milljónir króna til að jafna útgjöldin eða samtals 196 milljónir króna.

Ísafjarðarbær fær hæstu framlögin 16 m.kr vegna fasteignaskattsins og 71 m.kr til útgjaldajöfnunar, samtals 97 m.kr.  Vesturbyggð fær samtals 32 m.kr., Bolungavíkurkaupstaður 21 m.kr., Strandabyggð og Reykhólar 17 m.kr. hvort sveitarfélag,  Súðavík 12 m.kr.,  Tálknafjörður 6 m.kr.,  Kaldrananeshreppur 3 m.kr. og Árneshreppur rekur lestina með 0,6 m.kr.

DEILA