Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin

Nú fyrir jólin kemur út bók eftir Sigurður Ægisson prest á Siglufirði og áður í Bolungarvík. Sigurður er, eins og flestir vita, mikill áhugamaður um fugla.

Í þessari bók eru teknir fyrir allir íslenskir, reglubundnir varpfuglar í hérlendri og erlendri þjóðtrú og sagt hverju þeir tengdust.

Jafnframt er að finna vel á þriðja hundrað mynda, sem margar hverjar eru algjört listaverk, auk útbreiðslukorts hverrar tegundar fyrir sig.

Hvaða fugl sóttust galdramenn eftir að komast í tæri við vegna sambands hans við þann í neðra?

Hvað boðaði það á Horni í Sléttuhreppi ef lómurinn stóð á öðrum fæti og skrækti?

Hvernig áttu hrafnarnir, sem áttu bústað í Heklu, að vera í útliti?

Þetta er bara brot af mörgu mögnuðu sem þessi einstaka bók geymir og glatt getur marga.

DEILA