Ísland og Grænland í fjarska norðursins

Sögufélagið hefur gefið út bókina Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár eftir Sumarliði R. Ísleifsson.

Í fjarska norðursins er saga viðhorfa til Íslands og Grænlands frá miðöldum til samtímans.

Báðar hafa þessar þjóðir verið framandi í augum annarra. Lengi voru ímyndir þeirra svipaðar en margt hefur líka greint á milli.

Í þessari bók er leitað svara við því hvers vegna íbúum þessara landa hefur ýmist verið lýst sem verstu villimönnum eða fyrirmyndarfólki.

Af hverju hefur Íslandi og Grænlandi stundum verið lýst sem djöflaeyjum og stundum sem fjársjóðs- eða sælueyjum?

Sumarliði R. Ísleifsson er doktor í sagnfræði. Hann hefur kannað ímyndasögu Íslands og Grænlands um langt skeið og fjallað um það í greinum og bókum.

Bókin er ríkulega myndskreytt og hönnuð af Sigrúnu Sigvaldadóttur.

DEILA