Háskólasetrið fékk heimsókn frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Nemendurnir fjórir í Ísafjarðardjúpi á heimleið eftir vel heppnaða viku á Ísafirði. Frá vinstri: Alfredo Escanciano Gómez, Guðrún Guðjónsdóttir, María Rún Þrándardóttir and Eyrún Gyða Gunnlaugsdóttir. Ljósmynd: Isabel C. Barrio.

Í síðustu viku tók Háskólasetrið á móti fjórum gestanemum frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Nemendurnir stunda nám í nýju samnorrænu meistaranámi sem m.a. er kennt við LBHÍ um umhverfisbreytingar á Norðurslóðum.
Nemendurnir fjórir tóku þátt í námskeiðinu Sjávartengd mannfræði, sem er eitt af valnámskeiðum meistaranámsleiðanna í haf- og strandsvæðastjórnun og sjávarbyggðafræði.

Vegna gildandi samkomutakmarkanna var skipulag námskeiðsins með þeim hætti að blandað var saman netkennslu fyrir allan hópinn og svo fundum með kennara í smærri hópum.

„Þetta skipulag gerði nemendum keift að eiga í samtali og fást við viðfangsefnin á mun áhugaverðari hátt en aðeins í gegnum netkennslu,“ sagði Isabel Barrio, brautarstjóri hjá Landbúnaðarhásskólanum, sem fylgdi hópnum vestur á Ísafjörð. „Þetta var gott tækifæri fyrir okkur til að kynnast Háskólasetrinu og meistaranámsleiðunum sem þar er boðið upp á, og þetta var líka frábært tækifæri til að heimsækja Ísafjörð.

Vonandi getum við í aukið samstarfið milli þessara námsleiða enn frekar í framtíðinni!“, sagði Isabel að lokum.

Það er óhætt að taka undir þetta með Isabel því það er alveg ljóst að ýmis tækifæri liggja í auknu samstarfi á milli þessara námsleiða sem fást við svipuð viðfangsefni.

DEILA