Hafnir: eldisgjald tekið upp

Frá Bíldudalshöfn.

Samgönguráðuneytið hefur birt í samráðsgátt drög að frumvarpi til breytinga á hafnalöfum. Þar er meðal annarra breytinga lagt til að bæta við í flokki hafnagjalda  nýju gjaldi eldisgjaldi.

Það er gert vegna tilkomu fiskeldisfyrirtækja sem hefur á síðustu árum vaxið hryggur um fisk í framleiðslu sinni í sjó einkum með laxeldi. Fiskeldisfyrirtæki eiga í viðskiptum við hafnir víðs vegar um landið. Einn þátturinn í starfsemi fiskeldisfyrirtækja varðar flutning eldisfisks um hafnir, þ.e. umskipun, lestun og losun.

Til  þessa hafa sumar hafnir hafa byggt gjaldtöku vegna þessarar starfsemi í höfnum á ákvæði um aflagjald. Ágreiningur hefur verið uppi um lögmæti þessarar gjaldtöku þar sem hún nái samkvæmt orðum sínum til afla sjávarútvegsfyrirtækja en ekki til eldisfisks frá fiskeldisfyrirtækjum.

Að mati ráðuneytisins er þörf á því að leysa úr þessari réttaróvissu. Eldisgjald er gjald sem tekið er fyrir eldisfisk í sjókvíum sem umskipað er, lestaður er eða losaður í höfnum. Um er að ræða þjónustugjald sem hafnir geta mælt fyrir um í gjaldskrám en í ákvæðinu er skýrt hvaða þætti í rekstri hafna gjaldinu er ætlað að standa undir.

Aflagjaldið er miðað við aflaverðmæti og er það  minnst 1,25% og mest 3% af heildaraflaverðmæti. Eldisgjaldið verður ekki tilgreint eins og á við um aflagjaldið og verður það ákveðið með sama hætti og önnur hafnagjöld s.s. hafnagjald, farþegagjald, geymslugjald, leigugjald, lóðargjald, festargjald, vigtar- og skráningargjald o.fl. Miða skal við að gjaldtaka standi undir rekstri hafnarinnar.

 

DEILA