Garðsstaðir: sorpbrennsla óheimil

Horft yfir Garðsstaði.

Skipulags-, bygginga-, umhverfis- og samgöngunefnd Súðavíkurhrepps tekur undir með Umhverfisstofnun varðandi gagnrýni á brennslu á sorti og förgun þess, en stofnunin fór í  óboðað eftirlit í sumar að Garðstöðum. Samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar  fór skoðun fram að Garðstöðum eftir ábendingar um að þar færi fram brennsla á sorpi og atvinnutengd förgun á sorpi.

Bókaði nefndin eftirfarandi:

Nefndin telur ótækt að fram fari sorpbrennsla á Garðstöðum og tekur undir með Umhverfisstofun að brennsla sorps sé með öllu óheimil.
Nefndin skorar á fyrirtæki á svæðinu að stuðla ekki að slíkri ólöglegri sorpförgun.

DEILA