Flateyri: deiliskipulag Flateyrarodda endurbætt

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að heimila endurbætur og uppfærslu á deiliskipulagi Flateyrarodda. Núverandi  deiliskipulag svæðisins er frá 15.06.1999 með breytingum sem tók gildi 19.09.2016.

Fyrsta aðalskipulag Flateyrar var samþykkt 1933. Þá var aðalskipulag samþykkt í sveitarstjórn 1988 sem var svo endurskoðað og auglýst 1995/96. Deiliskipulag fyrir Flateyraroddann er svo samþykkt fyrst 1999.

Markmiðið með deiliskipulaginu er að skapa atvinnustarfsemi sunnan Túngötu vaxtar- og þróunarskilyrði m.a. með því að afmarka lóðir, ákvarða lóðastærðir og skilgreina bygggingarreiti.

Önnur mikilvæg markmið eru virkt og einfalt innra gatnakerfi, lóðir af mismunandi stærðum og lóðir sem henta fjölþættri iðnaðarstarfsemi.

Víst er að margt hefur breyst frá 1999, einkum í atvinnumálum  og ef til vill verður þörf á að setja byggðinni breytt deiliskipulagt í takt við þær áherslur sem uppi kunna að vera í dag.

DEILA