Bolungavík: snjómokstur 26 m.kr. framúr áætlun

Bæjaráð Bolungavíkur hefur samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun ársins.

Snjómokstur var áætlaður 11 m.kr en varð mun meiri síðasta vetur og fór kostnaðurinn í 37 milljónir króna. Útgjöldin verða því 26 milljónir króna umfram fjárhagsáætlun.

Þá fór kostnaður við Vatnsveituna framúr áætlun. Gert var ráð fyrir 3 milljónum króna en kostnaðurinn varð 11,4 milljónir. Boraðar voru í fyrra nýjar kaldavatnsholur  með góðum árangri og unnið að tengingu á þessu ári.

Þá leggur bæjarráðið til hækkun framlaga til skipulagsmála um 7 m.kr og vegna barnaverndar og málefna fatlaðra um 12 milljónir króna.

Viðaukarnir verða lagðir fyrir næsta bæjarstjórnarfund til samþykktar.

 

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!