Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: þjóðgarður þýðir störf og uppbygging

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að stofnun þjóðgarðar á sunnanverðum Vestfjörðum vera á frumstigi en muni þýða störf og uppbyggingu á svæðinu sem greitt yrði af ríkinu.

Bæjarins besta innti hann eftir því hverjar væntingar sveitarfélagsins væru til þjóðgarðsins sem verið er að undirbúa á stóru svæði kringum fossinn Dynjanda í Arnarfirði og á að ná einnig til Hrafnseyrar.

Birgir bætir því við að „Þar að auki ætti uppbygging á aðstöðu ásamt betra aðgengi að og innan svæðisins að skila sér í auknum fjölda ferðamanna á svæðið og Vestfirði alla. Sem einnig skilar sér í auknum tekjum inná svæðið og uppbyggingu í tengdum greinum s.s. gistingu, veitingastöðum, söfnum o.fl. Málið er bara ekki komið nógu langt til að hægt sé að leggja mat á það í krónum og aurum hverju þetta skilar inn á svæðið. Reynslan af þjóðgarðinum á Snæfellsnesi [er sú að hann] hefur skilað heilmiklu fyrir það svæði bæði beint og óbeint þ.e. bæði með beinni uppbyggingu á svæðinu og aukinni uppbyggingu í ferðatengdum greinum á svæðinu.“

 

DEILA