2019: besta rekstrarniðurstaðan í Súðavík

Súðavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í nýútkominni árbók sveitarfélaga er að finna margvíslegar upplýsingar um fjárhag sveitarfélaga á síðasta ári.

Eitt af því er samanburður á rekstri sveitarfélaganna. Eru teknar saman upplýsingar um tekjur og gjöld per íbúa bæði  fyrir sveitarsjóð og fyrir allan rekstur sveitarfélagsins. Er þá tekið saman sveitarsjóður, hafnarsjóður og aðrar stofnanir eða veitur sem sveitarfélagið rekur.

Niðurstaðan er sú að rekstur Reykhólahrepps var greinilega mjög erfiður á síðasta ári. Niðurstaðan fyrir alla samstæðu sveitarfélagsins var neikvæð um nærri 200 þúsund krónur á hvern íbúa. Önnur sveitarfélög með neikvæða niðurstöðu voru Strandabyggð og Tálknafjörður.  Best var afkoman í Súðavík nærri 132 þúsund krónur á hvern íbúa. Næstbesta niðurstöðu er að finna í Kaldrananeshreppi. Þar var tæplega 79 þúsund króna jákvæð niðurstaða.

Landsmeðaltalið var um 81 þúsund krónur á hvern íbúa í jákvæða afkomu.

DEILA