Vilja efla starfsemi Fab Lab Ísafjörður

Hildur Halldórsdóttir aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Ísafirði sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina N4 að skólinn sé harðákveðinn í því að efla starfrænu smiðjuna Fab Lab. Hún telur líklegt að atvinnulífið notfæri sér tækjabúnað smiðjunnar enn frekar í framtíðinni, þar séu meðal annars tölvustýrðir skerar, fræsivélar, þrívíddarskannar og prentarar.

Rætt var við Hildi í þættinum Landsbyggðum á N4  á fimmtudagskvöldið  um starfsemi Fab Lab Ísafjörður.

Aukin notkun atvinnulífsins

„Grunnskólarnir á svæðinu nota smiðjuna mikið og hún er líka er notuð í ákveðnum áföngum Menntaskólans á Ísafirði. Síðast en ekki síst hafa frumkvöðlar nýtt sér aðstöðuna og mörg fyrirtæki. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa aðgang að slíkri smiðju, þar sem hægt er að þróa áfram hugmyndir áður en lengra er haldið. Við sjáum fyrir okkur að atvinnulífið notfæri sér smiðjuna enn frekar í framtíðinni. “

„Í dag er einn starfsmaður við smiðjuna en við viljum gjarnan bæta við að minnsta kosti einum til viðbótar, þannig að hægt verði að bæta þjónustuna en frekar,“ segir Hildur Halldórsdóttir.

Mynd/Hildur Halldórsdóttir/n4.is

DEILA