Þetta er gleðidagur

„Þetta er gleðidagur“ sagði Haraldur Benediktsson, alþm. og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis þegar hann var inntur eftir viðbrögðum sínum við úrskurði Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál um vegagerð í Gufudalssveit sem kveðinn var upp í dag.

„Ég reikna fastlega með að samgönguráðherra leggist á árar með okkur þingmönnum Nv að flýta sem mest útboðum. Mér finnst raunhæft að framkvæmdum verði sem næst lokið eftir 4ár.  Það má ekki seinna vera.“

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!