Tálknafjörður: byggðakvótareglur óbreyttar frá síðasta ári

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur samþykkt að sérreglur fyrir Tálknafjörð varðandi úthlutun byggðakvóta  fyrir 2020/2021 verði með sama hætti og gert var fyrir fiskveiðiárið 2019-2020.

Samkvæmt þeim reglum skal 50% kvótans skipt jafnt á þá báta sem landað hafa sínum afla fiskveiðiárið 2018/2019 í Tálknafirði og uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar. Hin 50% kvótans skal skipt hlut­falls­lega, miðað við allan landaðan botnfiskafla til vinnslu í Vestur-Barða­strandarsýslu á tíma­bilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

Tveir sveitarstjórnarmenn Bjarnveig Guðbrandsdóttir og Lilja Magnúsdóttir  lýstu vanhæfi sínu í málinu. Samkvæmt fundargerð  samþykkti sveitarstjórn að þær myndu víkja
við umfjöllun og afgreiðslu þessa mál og varafulltrúarnir Ingibjörg Jóna Nóadóttir og Jóhann Örn Hreiðarsson tóku sæti þeirra við afgreiðslu þessa máls.

Úthlutun síðasta fiskveiðiárs á 429 tonnum var samkvæmt því sem frá greinir á vef Fiskistofu:

Ferskur BA-103 22.148
Brynjar BA-338 28.660
Sæli BA-333 316.530
Garri BA-90 58.592
Gammur BA-82 3.070
Gjóla BA-705 15.482
Jói BA-4 2.586
DEILA