Súðavík: lýsa furðu sinni á Sambandi sveitarfélaga

Á fundi sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps í gær var samþykkt harðorð ályktun um framgöngu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Í áyktuninni lýsir sveitarstjórn yfir „furðu sinni á þeirri ákvörðun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að leggja niður landsþing sambandsins árið 2020 á sama tíma og yfirvofandi er að sett verði með lögum íbúalágmark á sveitarfélög. Með því er stjórn sambandsins að brjóta á 4. gr. samþykkta þess, enda er landsþing eini umræðuvettvangur um málið sem sveitarfélögum er fært til þess að koma að sjónarmiðum sínum.“

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri vakti athygli á þessari samþykkt á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem hófst í gær og lagði til að Fjþorðungsþingið ályktaði á sama veg.  Tillögunni var að lokinni umræðu vísað til nefndar og verður tekin til afgreiðslu í dag.

Kemur þá í ljós hver afstaða annarrra sveitarfélaga á Vestfjörðum verður til ákvörðunar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

DEILA