Rafrænt Fjórðungsþing um helgina

Fulltrúar Strandamanna á Fjórðungsþingi 2019. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fjórðungsþing Vestfirðinga, það 65. í röðinni, verður haldið dagana 9. og 10. október.  Til stóð að halda þingið í Félagsheimilinu í Bolungavík en fallið hefur verið frá því og verður þingið rafrænt með fjarfundarsniði.

Á föstudaginn verða lagðar fram skýrslur, fyrst skýrsla  samgöngu- og fjarskiptanefndar  Fjórðungssambandsins og síðan skýrsla um framkvæmd og stöðu Sóknaráætlunar Vestfjarða. meðal annarra dagskrárliða á föstudaginn verða   fjárhags- og starfsáætlun Fjórðungssambands Vestfirðinga og fjárhags- og starfsáætlun Vestfjarðastofu.

Á laugardaginn verða afgreiddar ályktanir og fram fara kosningar í stjórn og nefndir.

Kosið er til stjórnar annað hvert ár og er núverandi stjórn þannig skipuð:

Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Ísafjarðarbæ
Iða Marsibil Jónsdóttir, Vesturbyggð
Kristján Jón Guðmundsson, Bolungarvíkurkaupstað
Sigurður Hreinsson, Ísafjarðarbær
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Reykhólahreppur

 

DEILA