Landsvirkjun: styðja kerfisáætlun Landsnets en ekki gjaldskrárhækkun

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir að í umsögn Landsvirkjunar komi fram að fyrirtækið styðji við kerfisáætlunina í öllum meginatriðum og „teljum hana vel unna, en hvetjum eindregið til að gripið sé til aðgerða þannig að komið verði í veg fyrir gjaldskrár hækkanir samhliða auknum framkvæmdum.“

Í kerfisáætluninni er gert ráð fyrir 90 milljarða króna fjárfestingu til þess að bæta dreifikerfið um landið á næstu 10 árum. Tvöföldun Vesturlínu til Vestfjarða er ekki meðal framkvæmda í áætluninni, en hún kostar 12 – 15 milljarða króna.

Aðspurður um afstöðu Landsvirkjunar, sem langstærsta eignaraðila að Landsneti, til tvöföldunar Vesturlínu segir Hörður að Landsvirkjun „er óheimilt sem eiganda Landsnets að hafa beina aðkomu fyrirtækinu.“

 

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur einnig lýst andstöðu við hækkun gjaldskrár Landsnets fyrir dreifingu rafmagns vegna framkvæmda við flutningskerfi rafmagns.

DEILA