Karfan: Vestri tapaði fyrsta leiknum

Keppnistímabilið í körfuknattleik er hafið. Kvennalið Vestra hefur þegar leikið tvo leiki, báða á Sauðárkróki og hafði sigur í seinni leiknum.

Í gærkvöldi lék karlalið Vestra fyrsta leikinn í 1. deildinni og atti kappi við Álftanes fyrir sunnan.

Leikar fóru svo að sunnanmenn unnu leikinn. Þeir skorðuðu 121 stig en Vestri 104. Í hálfleik höfðu Álftnesingar 20 stiga forskot 64:44.

Frammistaða leikmanna Vestra var eftirfarandi:

Gabriel Aderstag 30/5 fráköst, Ken-Jah Bosley 29/5 fráköst, Arnar Smári Bjarnason 10, Nemanja Knezevic 10/16 fráköst, Arnaldur Grímsson 8, Marko Dmitrovic 7/5 fráköst, Friðrik Heiðar Vignisson 7/4 fráköst, Gunnlaugur Gunnlaugsson 3, James Parilla 0, Blessed Parilla 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, Guðmundur Páll Einarsson 0.

DEILA