Ísafjörður: grjót féll á flutningabíl

Arngerðareyri í Ísafirði.
Í gærkvöldi féll grjót úr hlíðinni ofan vegarins í Ísafirði innst í Ísafjarðardjúpi. Grjótið lenti á flutningabíl sem þar átti leið um. Ökumann sakaði ekki en bifreiðin er óökufær á veginum.
Unnið er að því að fjarlægja bifreiðina af vettvangi. En það gæti tekið nokkrar klukkustundir.
Þetta kemur fram á facebook síður lögreglunnar.
Flutningabíllinn  lokar veginum að stórum hluta og er því örðugt fyrir stórar bifreiðar, svo sem flutningabifreiðar eða stórar hópbifreiðar, að komast framhjá. Nánari upplýsingar má fá hjá Vegagerðinni á heimasíðu hennar eða upplýsingasíma hennar, 1777.
DEILA