Ísafjarðarbær: Bedford slökkvibíll seldur fyrir 101 þúsund kr.

Bedford, DB-192 árg 1962 brunabíll á Flateyri var auglýstur fyrr á árinu sbr. reglur um sölu
lausafjármuni hjá Ísafjarðarbæ  og bárust 3 kauptilboð í hann og afhending án endurgjalds til Samgöngusafnsins í Stóragerði / Skagafirði.
Tvö tilboð voru að upphæð 50.000 kr og eitt tilboð að upphæð 101.000 kr.

Sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs bar undir bæjarráð hvort eigi að hafna
framkomnum tilboðum og afhenda Samgöngusafninu slökkvibílinn án endurgjalds eða taka
hæsta tilboði að upphæð 101.000 kr.

Bæjarráðið ákvað að taka tilboði hæstbjóðanda.

Athugasemdir

athugasemdir