Hótel Ísafjörður: viðbygging þarf ekki í grenndarkynningu

Byggingafulltrúi hefur afgreitt byggingarleyfisumsókn  vegna viðbyggingar við Hótel Ísafjörð. Sótt er um að reisa viðbyggingu á steyptum sökklum og léttum útveggjum. Jafnframt er sótt um breytingar á innra fyrirkomulagi á 1. og 5. hæð.

Byggingarfulltrúi lagði til við skipulags- og mannvirkjanefnd að taka afstöðu til þess hvort framkvæmdin verði grenndarkynnt fyrir eftirfarandi aðilum þ.e. Aðalstræti 26, Hafnarstræti 2, Silfurtorgi 1, Silfurgötu 1 og 2.

Skipulags- og mannvirkjanefnd taldi  ekki þörf á grenndarkynningu á fundi sem hadinn var á miðvikudaginn.
Gert er ráð fyrir stækkun hótelsins bæði á aðal- og deiliskipulagsstigi. Byggð verður viðbygging á 1. hæð og veitingasalur stækkaður. Alls er stækkunin um 200 fermetrar. Þá verður gerð baðstofa á 5. hæðinni  með spa og pottum að sögn Daníels Jakobssonar.
Áætlaður kostbaður er um 100 milljónir króna. Daníel segir að sótt hafi upphaflega verið um í febrúar, áður en covid19 kom upp. Framkvæmdum verði slegið á frest vegna kórónuveirufaraldursins og málið endurmetið þegar hann er genginn yfir, en gengið verður frá leyfum fyrir stækkuninni.

DEILA