Enn um þjóðveg 60

Það gleymdist í útvarpinu að úrskurðarnefnd hefði hafnað kröfu „Landverndar“ og fleiri sjálfskipaðra áróðusaðila varðandi ógildingu framkvæmdaleyfis Reykhólahrepps til lagningu þjóðvegar 60 um Teigskóg. Fréttinni lauk með því að þessi félög og einstaklingar „íhuguðu næstu skref“.

Ég hafði ekki hugsað mér að fjalla meir um þjóðveg 60, en útaf þessari yfirlýsingu „Lífsvals“ tel ég rétt að rifja upp lygaþvæluna um dásemdir Teigskógar og neikvæð áhrif vegar á lífríkið þar. Teigskógur er aðeins svæðið beggja vegna að S.V. og N.A. í landi Grímkelsstaða. Það hefðir sennilega verið skömmu eftir aldamótin sl. að þangsláttumenn tóku sig til og drógu allt þang inná Djúpafjörð af margfalt stærra svæði. Útfrá þessu taldi Gunnlaugur Pétursson að þangverksmiðjan færi á hausinn yrði Djúpafjörður brúaður. Sára lítið þang er í firðinum. Fjölmargar greinar skrifaði Gunnlaugur Pétursson um skaðleg áhrif vegar á blómskrúð og reynivið. Sannleikurinn er sá að vegur um Þ.H. leið kemur með sjó, yfir leirvoga og nes í landi Hallsteinsness og Teigskógar.

Frá brú á Þorskafirði að Teigskógi er farið, að mestu um vegslóða sem fyrir eru. Allt frá því að vatnaleið stóð til með brú á Kolgrafarfjörð og Gilsfjörð hafa þessar sjálfskipuðu öfgamenn tekið völdin af löggjafanum á ósvífinn hátt.

Hæstaréttardómurinn sem féll var furðulegur. Málskjölin voru að mestu skrif Gunnlaugs. Vegagerðin gerði ekkert til varnar. Þeirra áform voru þá að lagfæra veginn „undir Mýrlendisfjalli“. Það var ekki fyrr en árið 2013 að þeir féllust á Þ.H. leið. Dómurinn felldi úrskurð Jónínu Bjartmars úr gildi, vegna formgalla, en fjallaði ekki um lagningu vegarins og setti engin bönn við vegi.

Virkjunarfundurinn.

Atli hét maður og var verksmiðjustjóri í Þörungaverksmiðjunni. Hann efndi til íbúafundar sem sveitarstjórinn Ingibjörg auglýsti. Fundurinn átti að fjalla um veg og virkjun í Þorskafirði. Hugmynd sem hafði komið fram hjá háskólanema á Ísafirði. Það var auðséð á öllu að sveitarstjórn tók þetta alvarlega. Oddvitinn Gústaf Jökull vopnaður glærum og sýndir texta á vegg. Sveitarstjóri skipaði fundarritara, sem hvorki fékk borð né skriffæri, en stóð og nagaði putta sína.

Ræða oddvita var löng. Nokkrir lýstu hrifningu sinni og voru farnir að leggja háspennu línur um allar koppagrundir. Undirritaður var kjaftfor að vanda og taldi nær að hefja þverun Þorskafj. við Kinnarstaði. Í því sambandi efndi hann til undirskriftarlista um áskorun á Vegagerðina að hefja það verk. Strax á fyrsta degi hlýddi Jón Kjartansson kaupmaður kröfu ráðamanna, að fjarlægja undirskriftarlistann úr versluninni.

Ég var ekki sá eini. Hver einasti íbúi í Gufudalssveit og ökumenn í skólaakstri ásamt mökum. Pósturinn í Magnússkógi og kona hans voru með. Söfnun undirskrifta gekk vel fyrir vestan og í Dölum. Það urðu hátt í 400 undirskriftir sem Einar Kr. afhenti formanni Samgöngunefndar Alþingis.

Fjölmargar greinar hefi ég birt bæði um vegamál og fleira, Hlynur Þór Magnússon vélritaði fyrir mig og birti sumt á vefnum. Honum fannst nóg um afskiptasemi yfirmanna sinna. Hann skrifaði smá ádrepu með grein eftir mig og nefndi að það væri málfrelsi á Reykhólavefnum.

Þorskafjörður er enn óbrúaður og stendur til á næsta ári að það verk hefjist.

Það eru mikil vonbrigði ef allt verkið verður ekki boðið út fyrir lok þessa árs.

Einkennilegt er að enginn þingmaður eða þeir sem fjalla um samgönguvegaáætlun og fjárlög forðist að nefna þessa stórframkvæmd. Það er eins og „það að köttur fari í kringum heitan graut“. Ætlaði Katrín forstætisráðherra ekki að hafa öll mál uppá borðum og auka virðingu Alþingis?

Sú er ekki raunin á Vestfjörðum. Fáránleikinn birtist í að leggja milljarða í einn hæsta fjallveg landsins Dynjandisheiði.

Hugsiði til vegfarenda, muninn að fara láglendisleið úr Torstanfirði í Dynjandisvog, oftast snjólaus leið lítill kostnaður við snjómokstur.

Vegagerðina hvet ég til að klára hönnun Þ.H. leiðar og bjóða hana út, en bíða ekki eftir næstu skrefum „öfgahópa“.

Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal.

DEILA