Draumar og veruleiki eftir Kjartan Ólafsson

Út er komin hjá Forlaginu bókin Draumar og veruleiki eftir Kjartan Ólafsson. Áhugaverð bók fyrir þá sem hafa áhuga stjórnmálasögu 20. aldarinnar.

Vinstriflokkarnir settu mikinn svip á íslensk stjórnmál síðustu aldar. Hreyfing kommúnista fór að láta að sér kveða í upphafi þriðja áratugarins og allar götur síðan áttu róttæk sjónarmið öfluga talsmenn.

Í þessu mikla ritverki Kjartans Ólafssonar er fjallað um lykilpersónur, átök og atburði í sögu Kommúnistaflokks Íslands og Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins.

Enginn núlifandi Íslendingur hefur betri innsýn í þessa sögu en Kjartan, en hann starfaði um árabil innan vinstrihreyfingarinnar og þekkti persónulega flesta þeirra sem hér koma við sögu. Bókina byggir hann á marvíslegum gögnum og leitar meðal annars í nýframkomnar heimildir úr íslenskum, rússneskum og þýskum skjalasöfnun.

Kjartan Ólafsson skipulagði fyrstu Keflavíkurgönguna árið 1960 og var einn stofnenda Samtaka hernámsandstæðinga sama ár. Hann starfaði í innsta hring Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum, sat um tíma á Alþingi og var um árabil ritstjóri Þjóðviljans.

DEILA