Ákvörðun um stöðvun starfsemi lítillar fiskeldisstöðvar staðfest

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að stöðva starfsemi fiskeldisstöðvar sem var rekin án rekstrarleyfis.
Forsvarsmenn stöðvarinnar töldu sig ekki þurfa rekstrarleyfi þar sem stöðin væri mjög lítil og kærðu því ákvörðun stofnunarinnar.

Ráðuneytið bendir á að miðað við skilgreiningu laga á fiskeldi sé óumdeilt að fiskeldi sé rekið á staðnum.

Enga undanþágu sé að finna í þeim lögum varðandi lítið fiskeldi.

Ráðuneytið hafnaði því að Matvælastofnun hefði við meðferð málsins brotið rannsóknarreglu, meðalhófsreglu og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga eins og kærendur héldu fram.
Á Matvælastofnun hvíldi sú lagaskylda að stöðva fiskeldi sem væri rekið án rekstrarleyfis og var ákvörðunin því staðfest.

DEILA