Við svífum um loftin blá

?????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????

Það var greinilega þörf á nýjum leiðum til að auka eftirspurn eftir innanlandsflugi og við henni var brugðist. Ekki eru liðnir 10 dagar frá því að Loftbrú, verkefni sem samgöngu og sveitastjórnarráðherra opnaði og nú hafa nærri 1000 þúsund manns hafa nýtt sér leiðina. Loftbrú er íslenska orðið yfir skosku leiðina sem Framsóknarflokkurinn kynnti fyrir síðust kosningar og við skiluðum inn í  stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fór inn í samgönguáætlun við gerð hennar. Málið var síðan samþykkt á Alþingi og nú er orðið að veruleika. Það er mikið fagnaðarefni að okkur  hafi tekist að uppfylla þetta loforð að fullu, en Framsókn hefur þurft að hoppa yfir ýmsar hindranir til að ná þessu baráttumáli í gegn.

Aukin eftirspurn

Markmið verkefnisins er að efla innanlandsflug og stuðla að betri tengingu landsins með uppbyggingu almenningssamgangna. Á landsbyggðinni er  er oft skortur á aðgengi að mikilvægri þjónustu, en þeir sem búsettir eru langt utan höfuðborgarsvæðisins þurfa oft að ferðast langan veg til að nýta sér þjónustu á höfuðborgarsvæðinu sem er jafnvel bara í boði þar. Auka þarf aðgengi að þjónustu sem ekki er til staðar í heimabyggð t.a.m. konur sem eru að fara í sónarskoðun og það hafa ekki allir aðgengi að tannlæknaþjónustu í heimabyggð svo fátt eitt sé nefnt.  Nemendur að sækja staðarlotur og fleiri ástæður þarf varla að nefna sem við þekkjum sem ferðumst á milli landshluta. Síðan verður leiðin styttri í leikhús okkar þjóðarinnar því höfuðborgin er okkar allra hér er því verið að stuðla að frekari jafnrétti fólks óháð búsetu og mikilvægt byggðarmál.

Gert er ráð fyrir  undantekningum fyrir skilyrði um búsetu á landsbyggðinni. Þær  undantekningar  gilda fyrir framhaldsskólanema af landsbyggðinni sem fært hefur fært lögheimili sitt tímabundið á höfuðborgarsvæðið vegna náms og börn sem eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu en eiga foreldra eða forráðamenn sem hafa búsetu á landsbyggðinni. Unnið er að útfærslu á þessum undanþágum.

Loftbrúin er mikilvæg leið til að rétta af þann aðstöðumun sem þeir búa við sem búa fjarst höfuðborginni en þurfa og vilja sækja þjónustu og menningu þangað. Það þarf að lækka flugfargjöld svo sá ferðamáti verði raunhæfur valkostur sem almenningssamgöngumáti . Auk þess eflir þetta eftirspurn í flugi og þá er von um að fleiri ferðir verði aftur í boði á þeim leiðum sem eru inni.

Umhverfisvænn ferðamáti

Það eru nokkrir sem hafa rifið niður þessa hugmynd og bent á súru berin. Ein röddin hefur bent á að það sé verið að ýta undir óvistvænan ferðamáta. Til er félagshagfræðileg greining á innanlandsflugi sem fram kom fyrir nokkrum árum. Þar kom fram að loftslagslegur ávinningur af innanlandsflugi gagnvart vegasamgöngum var umtalsverður og samkvæmt samanburði sem unninn var á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins var losun á hvern farþega í innanlandsflugi er álíka mikil eða minni á leiðinni Reykjavík–Akureyri og losun á hvern farþega í meðalfólksbíl, með einum til ríflega tveimur, þetta var miðað við Fokker vélar en með nýjar Bombardier- vélar í innanlandsflugi eyða 30% minna eldsneyti.

 

 

Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.

 

DEILA