Málverkauppboð: Þingeyri á 4 milljónir kr.

Olíumálverk af íslensku sjávarþorpi „Þingeyri“ er á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn.
Verkið er merkilegt fyrir þær sakir að tveir helstu myndlistarmenn íslensku þjóðarinnar frá upphafi, Þórarinn B. Þorláksson (fyrsti Íslendingurinn sem nam málaralist erlendis) og Vestfirðingurinn Muggur (höfundur Dimmalimm), árita myndina saman líkt og Lennon og McCartney gerðu með velflest Bítlalögin.
Myndin er í ramma, 40×56 cm.
Tilboðsfrestur er til 23. september kl. 01:55 og ásett verð 20-25 þúsund danskar krónur sem gera rúmlega fjórar milljónir íslenskar.
DEILA