Lýðskólinn á Flateyri: félagsfundur 19. september

Frá aðalfundinum í vor.

Almennur félagsfundur Lýðskólans á Flateyri verður haldinn 19 september kl; 11:30 í Gunnukaffi, Hafnarstræti 11, Flateyri

Dagskrá:

  1. Breyting á samþykktum félagsins
  2. Kosning aðalmanns í stjórn
  3. Önnur mál

 

Lýðskólinn á Flateyri hefur fest sig í sessi sem óhefðbundin skólastofnun á landsvísu. Fjárhagur er tryggur í náinni framtíð og búist við því að Alþingi og ríkisstjórn muni næsta vetur skipa skólanum varanlegan stað innan menntakerfisins.

Skólinn lýsir sjálfum sér á þennan hátt:

Lýðskólinn á Flateyri er samfélag nemenda og kennara sem býður fólki tækifæri til að þroskast og mennta sig í samstarfi við íbúa á Flateyri. Einkunnarorð skólans eru frelsi, þekking og þroski.

Í Lýðskólanum á Flateyri hefur fólk frelsi til menntunar út frá sínum einstaklingsbundnum forsendum. Því byggir skólinn ekki á prófum, einkunnum eða gráðum, heldur skapar hann nemendum sínum aðstæður og umgjörð til náms og menntunar. Ábyrgð á náminu er nemandans þar sem megináherslan er á að uppgötva og styrkja þá einstöku hæfileika sem hver og einn hefur í umhverfi sem er fullt af áskorunum en um leið ríkt af stuðningi, endurgjöf og samvinnu.

 

 

 

DEILA