Körfubolti: Samið við átta leikmenn meistaraflokks kvenna

Þessi glæsilegi hópur skrifaði undir samning við Körfuknattleiksdeild Vestra og ætlar að taka slaginn í 1. deild kvenna

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur gengið frá samningi við átta leikmenn meistaraflokks kvenna.

Þessi hópur myndar sterkan kjarna heimastúlkna fyrir komandi tímabil í 1. deild kvenna því allir leikmennirnir eru uppaldir hjá féaginu.

Undirskriftin var söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem skrifað er undir leikmannasamninga við leikmenn meistaraflokks kvenna hjá Körfuknattleiksdeild Vestra frá stofnun félagsins 2016. Fimm ár eru síðan síðast var telft fram liði i meistaraflokki á Ísafirði og þá undir merkjum KFÍ.

Eins og áður hefur verið greint frá hefur Vestri einnig samið við erlendan leikmann, Oliviu Crawford sem er væntanleg til landsins.
Að sögn Péturs Más Sigurðssonar, þjálfara liðsins, hafa æfingar á undirbúningtímabilinu farið vel af stað og einkennst af dugnaði og stemmningu.

Þótt kjarninn í hópnum sé nú kominn er þó enn pláss fyrir fleiri leikmenn sem sjá tækifæri í því að fá spilatíma, reynslu og ábyrgð.

DEILA