Í- listinn: trúnaðabrestur milli meirihluta og minnihluta

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri í ræðustól. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í bókun bæjarfulltrúa Í-listans segir að með uppsögn tveggja starfsmanna bæjarins í sumar  í kjölfar þess að störf þeirra voru lögð niður hafi orðið trúnaðarbrestur milli meirihluta og minna hluta.

Um var að ræða störf yfirmanns  eignasjóðs og  umsjónarmanns Fasteigna ísafjarðabæjar. Í skýrslu Haraldar Línsdal Haraldssonar frá maí  2020 er ein af tillögum hans  að sameina störfin. Þá var lagt til að leggja niður starf umhverfisfulltrúa.  Bæjarstjóri lagði niður starf yfirmanns eignasjóðs og starf umhverfisfulltrúa.

Í listinn heldur því fram að samkomulag hafi verið um að hrinda ekki í framkvæmd tillögum um mannabreytingar fyrr en að lokinni umræðu í bæjarstjórn.

Málið var á dagskrá bæjarstjórnarfundar að beiðni Í listans og er fundinum nýlokið.

Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í listans sagði í ræðu sinni að ekki hefði bara orðið trúnaðarbrestur milli meirihluta og minnihluta heldur hefði orðið hefði trúnaðarbrestur milli sín og bæjarstjóra. Sagði hún að bæjarstjóri hefði farið á bak við minnihlutann og vinnubrögðin væru til skammar. Þá sagði hún að bæjarstjórin hefði farið út fyrir valdheimildir sínar, ef málavextir væri þeir að hann einn hefði vitað og ekki bæjarfulltrúar meirihlutans. Arna Lára sagði að ef hún hefði verið í meirihluta hefði hún sagt bæjarstjóranum upp á staðnum.

Daníel Jakobsson, formaður bæjarrráðs varði ákvörðun bæjarstjóra og upplýsti fundarmenn um það að bæjarstjóri hefði rætt þessi mál við sig áður en ákvörðun var tekin og að hann hefði fullan stuðning sinn. Daníel sagði að umrædd störf væri ekki í skipuriti bæjarins og féllu ekki undir þau störf sem bæjarstjórn tæki ákvörðun um. Best væri að bæjarstjóri tæki ákvörðun um stafsmannamál.

Þá kom fram hjá Daníel að sparnaður af niðurlagningu starfanna væri á þriðja tug milljóna. Lögð var fram bókun undirrituð af öllum bæjarfulltrúum meirihlutans þar sem ákvörðun bæjarstjóra var varin.

Fréttin hefur verið uppfærð.

DEILA