Hrafnar flækjast í gerviefni

Bæjarins besta fékk senda mynd af tveimur dauðum hröfunum sem fundust í Bolungavík. Hrafnarnir höfðu flækst í gerviefni og voru fastir í því og gátu sér enga björg veitt.

Jón Hafþór Marteinsson, fann hrafnana. Hann telur líklegast að þeir hafi flækst í netadræsu eða benslagarni og ekki getað losað sig. Aðspurður kvaðst Jón Hafþór  ekki trúa því að einhver hafi viljandi bundið hrafnana saman. En örlög þeirra séu áminning til okkar um að ganga vel um náttúruna og gæta að því að ónáttúruleg efni séu tekin og fjarlægð.

DEILA