Fjölgar í Vesturbyggð – 1.041 íbúar

Íbúum í Vest­ur­byggð heldur áfram að fjölga og í dag eru þeir 1.041. Fjölgunin í september nemur 10 manns. Íbúa­þróun hefur verið jákvæð í Vest­ur­byggð síðan 2011 þegar íbúar í Vest­ur­byggð urðu fæstir 890 talsins.

Íbúum hefur fjölgað um 17% frá 2011 eftir mikla samfellda fólksfækkun frá 1998.

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri vekur athygli á þessu á vefsíðu Vesturbyggðar.

Þar segir að aukin og fjölbreytt atvinnutækifæri síðustu ára eru  að skila sér í auknum fjölda íbúa. Þá heldur aldurssamsetningin áfram að breytast og unga fólkinu í sveitarfélaginu er enn að fjölga.

„Ánægjulegt er að sjá unga fólkið sem flutt hefur inn á svæðið og séð mikil og góð tækifæri í að setjast hér að. Þessu fylgir aukinn drifkraftur og jákvæðni sem finna má áþreifanlega í samfélaginu í Vesturbyggð.“

 

Íbúum hefur fjölgað í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi á árinu en fækkað annars staðar í fjórðungnum.

 

 

DEILA