Djúpið Bolungavík: Rannsóknarsamstarf til nýsköpunar

Djúpið, samfélagsmiðstöð í Bolungavík, Eldey Aqua og Háskólasetur Vestfjarða hafa hafið samstarf í verkefninu SOSCULT  – The Sustainable Culture of Seaweeds in the Nordic countries.

Gunnar Ólafsson, forstöðumaður Djúpsins segir að um sé að ræða samnorrænt verkefni sem miðar að rannsóknum á fýsileika og möguleikum innan þeirrar ört vaxandi greinar sem strandbúnaður er.

Spáð er vexti innan þara og þangræktar sem nemur CAGR 8.4% frá 2018 til 2023  og muni ná framleiðsluverðmæti um 21 milljörðum USD 2022.

Djúpið samhæfir samstarf Háskóla og Eldey Aqua, sem er að sögn Gunnars fremsta fyrirtæki Íslands í þara/þangrækt. Samstrafið er þannig að nemi frá Háskólasetri Vestfjarða verður við störf í Djúpinu við rannsóknir á lagaumhverfi greinarinnar á Íslandi.

Eldey Aqua mun einnig koma að fýsileikarannsóknum innan SOSCULT verkefnisins með útsetningu ræktunarlína sem munu sýna fram á dreifingu þaragróa eftir svæðum.

Gildi Háskólaseturs  Vestfjarða sem aðila að nýsköpun er mikið fyrir Vestfirði, segir Gunnar. „Strandbúnaður  er vaxandi grein sem mun hafa mikið vægi á Vestfjörðum í framtíðinni og rannsóknarsamstarf sem þetta er þannig svæðinu mikilvægt.“

DEILA