Bolungavík: aflinn 1.377 tonn í ágúst

Ásdís ÍS 2 í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 1.377 tonnum í Bolungavíkurhöfn í ágúst.

Togarinn Sirrý ÍS landaði 426 tonnum í 6 veiðiferðum. Þorlákur ÍS aflaði 106 tonn í snurvoð í 12 róðrum. Aðrir  snurvoðarbátar voru Finnbjörn ÍS sem landaði 90 tonnum, Ásdís ÍS með 52 tonn, Ísey EA 53 tonn.

Línubáturinn Fríða Dagmar ÍS landaði 151 tonn eftir 21 veiðiferð. Einar Hálfdáns ÍS var með 88 tonn og Jónína Brynja ÍS 36 tonn, Otur II aflaði 39 tonn og Straumey EA 24 tonn.

Strandveiðibátar lönduðu 152 tonnum í mánuðinum.

DEILA