Artic Sea Farm veitt leyfi í Ísa­fjarðar­djúpi

Fyr­ir­tækið Artic Sea Farm hf. hef­ur fengið ­leyfi frá Mat­væla­stofn­un til að stunda fisk­eld­i við Snæfjalla­strönd í Ísa­fjarðar­djúpi.

Stofn­un­in aug­lýsti til­lögu að rekstr­ar­leyfi Artic Sea Farm á vef sín­um í maí síðastliðinn og rann frest­ur út til þess að skila at­huga­semd­um um leyf­is­veit­ing­una í júní.

Sótt var um leyfi fyr­ir 5.300 tonna há­marks­líf­massa af regn­bogasil­ungi en fyr­ir­tækið hafði áður leyfi til fram­leiðslu á 200 tonn­um af laxi og regn­bogasil­ungi í sjókvía­eldi.

Starf­sem­in er einnig háð leyfi Um­hverf­is­stofn­unn­ar en tekið er fram í til­kynn­ingu Mat­væla­stofn­unn­ar að eldið rúm­ist inn­an burðarþols­mats Ísa­fjarðar­djúps.

DEILA