Vestri: tap í Grindavík

Frá leik við Grindavík.

Knattspyrnulið Vestra í Lengjudeildinni fór á laugardaginn til Grindavíkur og lék við heimamenn. Grindvíkingar komust í 2:0 áður en Gunnar Jónas Hauksson minnkaði muninn fyrir Vestfirðingana. Grindvíkingar misnotuðu vítaspyrnu í stöðunni 1:0. Í seinni hálfleik sóttu Vestramenn í sig veðrið og minnuðu muninn í 2:1 og gerðu harða hríð að marki Grindvíkinga undir lok leiksins og freistuðu þess að jafna leikinn, sem því miður tókst ekki.

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra sagði eftir leikinn að Vestri hefði verið betri stóran hluta leiksins og hefði átt margar efnilegar fyrirgjafir inn á vítateig andstæðinganna sem ekki hefðu náðst að nýta. Hann var ekki ánægður með leik sinna manna og sagði þá ekki hafa verið nógu grimma.

Eftir 12 umferðir af 22 er Vestri í 7. sæti deildarinnar með 16 stig og siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild.  Grindvíkingar nálgast toppliðin með sigrinum og eru með 20 stig, fjórum stigum frá 2. sætinu sem gefur sæti í úrvalsdeildinni.

Næsti leikur Vestra verður á Torfnesi á miðvikudaginn, þegar Þór Akureyri kemur í heimsókn. Leikurinn hefst kl 17:30.

DEILA