Vestri í úrvalsdeild karla

Nú er komið í ljós hvaða lið taka þátt í úrvalsdeild í blaki og fyrir liggur að Vestri mun þar etja kappi við  Aftureldingu, Álftanes, Fylki, Hamar, HK, KA, Þrótt Nes og Þrótt Vogum.

Vestri gerði garðinn frægan á síðasta leiktímabili þegar Juan Manuel Escalona Rojas var valinn besti uppgjafarinn og í öðru sæti sem stigahæsti leikmaðurinn var Mateuz Klóska. Vestri á fleiri sterka leikmenn í uppgjöfum því Hafsteinn Már Sigurðsson er talinn fjórði besti uppgjafarinn. Vestri lenti að vísu í neðsta sæti deildarinnar en þetta er fyrsta árið sem liðið spilar í úrvalsdeild.

Niðurröðun leikja í úrvalsdeildir er langt komin og áætlað er að hefja leik í úrvalsdeildunum 18. september ef aðstæður í samfélaginu leyfa með tilliti til reglna um samkomubann og sóttvarnir.

bryndis@bb.is

DEILA