Vestri hjólreiðar: búið að opna á Dalnum.

Iðunn Óliversdóttir í barna og unglinga Hjólamóti Vestra sem haldið var í Júlí. Mynd Björgvin Hilmarsson,

Hjólreiðadeild Vestra hvetur fólk að nýta veðrið á helginni til þess kíkja upp á dal með hjólin og hjóla frá gönguskíðaskálanum og niður að Skíðheimum. Þetta er ný leið og var sérstaklega smíðuð fyrir börn og byrjendur, lagt upp með að hafa flæðið gott í brautinni.

Hjólreiðadeildin minnir fólk á að fara varlega, vera með hjálm og vera búið að yfirfara hjólið, passa að dekkin og bremsurnar séu í lagi.  Ef farið er með börn þá getur verið gott að hjóla á undan þeim til þess að halda hraðanum niðri. 

 

DEILA