Startup Vestfirðir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í þriðja hluta Startup Vestfirðir verkefnisins sem mun fara fram hjá Blábankanum á Þingeyri 12. – 18. október.

Námskeiðið er ætlað frumkvöðlum með viðskiptahugmynd og í boði verða fjölbreytt námskeið frá reyndu rekstrarfólki úr ýmsum geirum atvinnulífsins. Ekki er aðeins lögð áhersla á viðskiptalegar og fjárhagslegar forsendur rekstrar heldur einnig mannlegra hliða, svo sem eins og seiglu og viðbrögð við kreppum.

Valdir verða 12 aðilar til að taka þátt og fá þeir bæði kennslu og uppihald frítt

Leiðbeinendur eru:

  • Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, forstjóri Iceland Tourism Cluster;
  • Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66 ° Norður;
  • Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis
  • Stefán Þór Helgason, félagi í ráðgjafateymi KPMG
  • Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson, forstöðumaður Fab Lab á Ísafirði

Umsóknarfrestur er til 31. ágúst en nánari upplýsingar má nálgast á www.startupwestfjord.is

bryndis@bb.is

DEILA