Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta við fyrirhugaða Ólafsdalshátíð sem halda átti þann 15. ágúst, en þetta hefði verið þrettánda Ólafsdalshátíðin. Þetta kemur frá á heimasíðu Ólafsdals.

Áfram verður þó opið fyrir gesti í Ólafsdal alla daga kl. 12.00-17.00 fram til 15. ágúst, en ekki 16. ágúst eins og áður var áformað. Í gestamóttökunni er lögð áhersla á Covid sóttvarnir og 2ja metra reglan er virt. Allir helstu snertifletir eru sótthreinsaðir og gestum boðið upp á einnota hanska og spritt.

Aðsókn að Ólafsdal hefur verið óvenju góð frá opnun og margir áhugasamir Íslendingar á ferðinni, en einnig erlendir ferðamenn. Sennilega er aðsóknin þetta árið sú mesta frá því félagið fór að taka á móti gestum í Ólafsdal. Endurreisn staðarins og forleifafundurinn, langhús frá víkingatíma og aðrar

bryndis@bb.is

DEILA