Neytendasamtökin ánægð með Sparisjóð Strandamanna

Neytendasamtökin fagna því að Sparisjóður Strandamanna hafi loksins ákveðið að hætta viðskiptum við Almenna innheimtu ehf.

Almenn innheimta hefur haft þann eina starfa að innheimta kröfur vegna smálána og þrátt fyrir að lánin brytu í bága við lög um neytendalán hefur ekki verið hægt að stöðva innheimtustarfsemina þar sem hún fellur utan eftirlits FME.

Rúmt ár er síðan Neytendasamtökin hvöttu Sparisjóð Strandamanna fyrst til að hætta viðskiptum við Almenna innheimtu og koma þannig í veg fyrir aðgang fyrirtækisins að greiðslumiðlunarkerfinu.

Núna hefur ný stjórn Sparisjóðsins gefið það út að viðskiptum við Almenna innheimtu verði hætt og er það mikilvægt skref í baráttunni við ólöglega smálánastarfsemi.

DEILA