Merkir Íslendingar – Sigurjón Stefánsson

Sigurjón Stefánsson (1920 – 2005)

Sigurjón Stefánsson fæddist 15. ágúst 1920 á Hólum í Dýrafirði. Foreldr­ar hans voru hjónin Sigrún Árnadóttir, f. 1884, d. 1926, og Stefán Guðmundsson, f. 1881, d. 1970.

Sigurjón lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum árið 1945. Hann varð skipstjóri á nýsköpunartogaranum Ingólfi Arnarsyni RE 201 árið 1952 og var óslitið með Ingólf í 20 ár eða þar til hann tók við skuttogaranum Bjarna Benediktssyni og síðar nýjum Ingólfi Arnarsyni. Hann var einn af þeim sem björguðu áhöfn bandaríska herskipsins Alexander Hamilton og hlaut viðurkenningu fyrir, þegar þeir sem lifðu af árásina komu hingað til Íslands 50 árum síðar.

 

Árið 1977 kom Sigurjón í land og tók við framkvæmda­stjórn Togaraafgreiðslunnar hf. Hann var um árabil í stjórn skipstjóra og stýrimannafélagsins Ægis og í sjómannadagsráði.

 

Sigurjón var einn af stofnendum stúku nr. 9 Þormóðs góða, í Oddfellowreglunni. Hann hlaut fálkaorðuna 1977 og heiðursmerki sjómannadagsins 1983.

 

Eiginkona Sigurjóns var Ragnhildur Jónsdóttir, f. 1926, d. 2007. Börn þeirra eru fjögur.

 

Sigurjón lést 17. nóvember 2005.

Morgunblaðið laugardagurinn 15. ágúst 2020

DEILA