Matvælastofnun auglýsir starf í fiskeldi á Vestfjörðum

Matvælastofnun hefur auglýst eftir sérfræðingi í fiskeldi og skal hann hafa aðsetur  á Vestfjörðum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni eru að hafa eftirlit með búnaði og rekstri fiskeldisstöðva, þróun eftirlitsaðferða, þróun og uppsetningu gæðaskjala, útgáfa rekstrarleyfa og úrlausn fyrirspurna. Þá fylgir starfinu að hafa eftirlit í matvælafyrirtækjum, bátaskoðanir og skýrslugerð og úrvinnsla gagna.

Dóra S. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Matvælastofnun segir það sé opið hvar á Vestfjörðum aðsetur starfsmannsins verður.

Þá segir hún að eins og er séu  fleiri störf ekki fyrirsjáanleg á næstunni sem verði á Vestfjörðum, en þó hugsanlega þegar starfsmenn hætta, þá  kæmi það til greina.

Umsóknarfrestur rennur úr 31. ágúst.

DEILA