Málþing um Tungumálatöfra

Frá hátíðinni Tungumálatöfrar í ágúst 2018.

Laugaradaginn 22. ágúst nk. fer fram málþing í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi.

Málþingið byggir á reynslu af kennsluaðferðum á sumarnámskeiðinu Tungumálatöfrum sem haldið er árlega á Ísafirði.

Fjallað verður um nýsköpun í námsaðferðum og námsgagnagerð og leiðum til að auka þátttöku innflytjenda í tómstundastarfi á sumrin.

Málþingið hefst kl. 11 í Bryggjusalnum í Edinborgarhúsinu.

Vegna fjöldatakmarkana verður streymi frá viðburðnum á www.facebook.com/tungumalatofrar

Viðburðurinn er haldinn með stuðningi og í samstarfi við prófessorembætti Jóns Sigurðssonar og Edinborgarhúsið á Ísafirði.

Tungumálatöfrar er félag áhugafólks um fjöltyngi og fjölmenningu.

Málþingið verður haldið í kjölfarið á framhaldsstofnfundi þar sem stofnfélagar og stjórn félagsins verður kynnt.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

10:00 – 10:50 Framhaldsstofnfundur og aðalfundur fyrir félagið Tungumálatöfrar
– Anna Hildur Hildibrandsdóttir formaður Tungumálatöfra býður gesti velkomna
– Stjórn félagsins og markmið þess kynnt

11:00 – 11:05 Alexandra Ýr van Erven ráðstefnustýra býður fólk velkomið og fer yfir
dagskrá málþingsins.

11:05 – 11:20 Tatjana Latinovi, formaður innflytjendaráðs opnar málþingið með
hugvekju um íslenskukennslu fyrir innflytjendur.

11:20 – 12:00 Hugvekjur um Tungumálatöfra, samfélagslega virkni og íslenskuörvun
● Ayah Ahmad, menntaskólanemi og aðstoðarkennari á Tungumálatöfrum
● Vaida Bražiūnaitė, verkefnastýra Tungumálatöfra
● Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, yfirkennari Töfraútivistar
● Jóna Benediktsdóttir skólastjóri við Barnaskólann á Súgandafirði

12:00 – 12:30 Sýrlenskt hádegisverðarhlaðborð framreitt af Ebtesam

12:45 – 13:00 Jóngunnar Biering Margeirsson – Kennsluaðferðirnar á Tungumálatöfrum
og sýn um námsefnisþróun

13:00 – 14:00 Pallborð um þróun kennsluefnis fyrir íslenskunám í
fjölmenningarsamfélagi
● Josh Klein stofnandi H4X Industries í New York og foreldri barns á Tungumálatöfrum
● Margrét Júlía Sigurðardóttir stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Mussila
● Kolbrún Halldórsdóttir, formaður barnamenningarsjóðs

DEILA