Lengjudeildin: Vestri í 6. sæti

Knattspyrnan fór aftur í gang um helgina eftir tveggja vikna covid19 hlé. Níunda umferðin fór fram í Lengjudeildinni þar sem karlalið Vestra leikur. Alls eru leiknar 22 umferðir.

Vestri sótti heim í Mosfellsbæinn lið Aftureldingar og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Síðan fotbolti.net valdi Daníel Agnar Ásgeirsson (Vestra) sem mann leiksins fyrir frábæran varnarleik.

Vestri er í 6. sæti deildarinnar með 12 stig og hefur unnið 3 leiki, gert 3 jafntefli og tapað þremur leikjum. Er Vestri um miðja deild 8 stigum fyrir ofan fallsæti og jafnframt 8 stigum á eftir efstu liðum deildarinnar Keflavík og Leikni Reykjavík sem eru með 20 stig.

Næsti leikur Vestra verður á miðvikudaginn á Ísafirði, einmitt gegn Leikni Reykjavík.

 

Hörður á Ísafirði sem leikur í 4. deild D riðli lék einnig um helgina. Öttu þeir kappi við KH, knattspyrnufélag Hlíðarenda og léku á Valsvellinum. Leikur fóru 5:2 fyrir Hlíðarendapiltana. Fyrir Ísfirðinga skoruðu þeir Guðmundur Páll Einarsson og Guðmundur Arnar Svavarsson.

Hörður er í 6. sæti riðlisins af 8 liðum eftir 9 leiki með 7 stig.

DEILA