Íslenski náttúruverndarsjóðurinn  (IWF) mótmælir tillögum að eldissvæðum

Mynd úr umsögn IWF

Íslenski náttúruverndarsjóðurinn hefur sent Skipulagsstofnun umsögn um tillögu Hafrannsóknarstofnunar á afmörkun eldissvæða fyrir fiskeldi í Arnarfirði, sem stofnunin (Skipulagsstofnun) birti í júlí.

Það er einkum tvennt sem sjóðurinn gerir athugasemdir við, í fyrsta lagi hætta á erfðablöndun vegna nálægðar fiskeldiskvía við ósa Sunndalsár og Dufandalsár og í öðru lagi hætta á auknu lúsasmiti fyrir villta stofna.

Í umsögninni er bent á að í Reglugerð um fiskeldi (540/2020) skuli Matvælastofnun tryggja að fjarlægðarmörk eldiskvía frá ám með villta stofna laxfiska og sjálfbæra nýtingu séu eigi styttri en 5 km þegar um er að ræða laxfiska í eldi.

Sjóðurinn telur að laxalús sé orðin að viðvarandi og alvarlegu vandamáli í sjókvíaeldi við Ísland og vísar þar í árleg leyfi Matvælastofnunar fyrir notkun kemiskra efna til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í eldiskvíum á Vestfjörðum. Sömuleiðis er í umsögninni bent á meistararitgerð Evu Daggar Jóhannesdóttur um lúsasmit villtra laxfiska á eldissvæðum á Vestfjörðum

bryndis@bb.is

DEILA