Göngur og sköpun

Gistiheimilið Númi að Núpi í Dýrafirði er með margs konar námskeið.

Eitt slíkt er á morgun miðvikudag kl. 14:00-17:00, þar er listakonan Arite Fricke með námskeið sem nefnist: Göngur og sköpun – teiknun og vatnslitsmálun.

Göngur gera margt gott fyrir okkur og efla bæði andlega og líkamlega heilsu.

Göngur geta tekið okkur lengra í skapandi vinnu og er hægt að gera margar skemmtilegar æfingar og tilraunir.

Um tvær göngur er að ræða: annars vegar í fjörunni og hins vegar í grasagarðinum Skrúð. Þetta er fjögurra tíma námskeið.

Þátttöku-, efnis- og aðgangsgjald fyrir Skrúð: 5.000 ISK (kaffi og meðlæti innifalið) Kennari: Arite Fricke (flugdreki.is) Skráning: info@flugdreki.is

DEILA